Landsliðin valin fyrir EM

Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr GOS og Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR …
Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr GOS og Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR eru í landsliðinu. Ljósmynd/Golf.is

Landsliðsþjálfararnir Gregor Brodie og Ólafur B. Loftsson hafa tilkynnt hvaða átta kylfingar taka þátt á EM í liðakeppni í golfi sem fram fer 9.-12. september næstkomandi.

Eru landsliðin skipuð áhugamönnum en bæði karla- og kvennaliðið leika í efstu deild. EM karla fer fram í Hollandi og EM kvenna í Svíþjóð. 

Enginn nýliði er í kvennaliðinu en þeir Hákon Örn Magnússon og Kristófer Karl Karlsson eru í fyrsta skipti í karlaliðinu. 

Kvennalandsliðið:
Andrea Bergsdóttir, GKG
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG
Saga Traustadóttir, GR

Karlalandsliðið:
Aron Snær Júlíusson, GKG
Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
Hákon Örn Magnússon, GR
Kristófer Karl Karlsson, GM

mbl.is