Sterkur lokahringur Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tip­sport Czech Ladies Open-mót­inu í LET-mótaröðinni í golfi á Beroun­ve-vell­in­um í Tékklandi er lokið en þriðji og síðasti hringurinn var spilaður í dag. At­vinnukylf­ing­arn­ir Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir og Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir tóku þátt í mótinu og spiluðu báðar í dag eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn í gær.

Ólafía átti frábæran fyrsta hring en náði sér svo ekki á strik í gær. Hún átti hins vegar aftur góðan dag í morgun, lék á 70 höggum eða tveimur undir pari vallarins. Fyrsta hringinn lék hún á 67 höggum og þann næsta á 74. Hún lauk því keppni jöfn í 20. sæti á alls fimm höggum undir pari.

Íslands­meist­ar­inn Guðrún Brá rétt slapp í gegnum niðurskurðinn í gær og lauk svo keppni í dag jöfn í 57. sæti af 67 kylfingum sem eftir voru. Hún lék hringinn í dag á 73 höggum, einum færri en í gær en fyrsta hringinn lék hún á 72 höggum. Hún lauk keppni á alls þremur höggum yfir pari.

Hin danska Emily Pedersen vann öruggan sigur, lék á alls 17 höggum undir pari en Christine Wolf frá Austurríki var önnur á 13 höggum undir. Sanna Nuutinen frá Finnlandi var höggi þar á eftir og í þriðja sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert