Upp um 74 sæti á heimslistanum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Ljósmynd/seth@golf.is

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór upp um 74 sæti á heimslistanum í golfi eftir frammistöðu sína á Tip­sport Czech Ladies Open-mót­inu í LET-mótaröðinni í golfi á Beroun­ve-vell­in­um í Tékklandi um helgina. 

Endaði Ólafía í 20. sæti á samtals fimm höggum undir pari. Er Ólafía nú á 841. sæti heimslistans en hún var í janúar 2017 í 170. sæti listans. 

Valdís Þóra Jónsdóttir er efst Íslendinga á listanum en hún er í 565. sæti, var Valdís í 299. sæti fyrir tveimur árum. Þá er Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir í 921. sæti listans. Hæst náði Guðrún 790. sæti. 

mbl.is