Íslandsmeistarinn byrjaði vel í Sviss

Guðrún Brá Björgvinsdóttir fór vel af stað.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir fór vel af stað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir fór vel af stað á Flumserberg Ladies Open-mótinu í Sviss. Er mótið hluti af LET Access-mótaröðinni. 

Guðrún lék á 69 höggum eða þremur höggum undir pari og er í fimmta sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum, fjórum höggum frá Stina Resen frá Noregi sem er efst. 

Guðrún fékk fimm fugla, tvo skolla og ellefu pör á holunum átján. Verður annar hringurinn leikinn á morgun. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er ekki á meðal keppenda að þessu sinni, en hún keppti á síðasta móti mótaraðarinnar. 

mbl.is