Góður hringur Guðmundar á N-Írlandi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék best Íslendinga þegar Opna Norður-írska mótið hófst á Áskorendamótaröð Evrópu í golfi í gær. 

Guðmundur lék á 68 höggum og er á tveimur höggum undir pari vallarins. Guðmundur tók hressilega við sér eftir að hafa leikið fyrri níur holurnar á þremur yfir pari og fékk fimm fugla á seinni níu holunum. 

Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús léku á 73 höggum. Allir eru þeir úr Golfklúbbi Reykjavíkur. 

mbl.is