Í öðru sæti eftir tvo hringi á N-Írlandi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson Ljósmynd/seth@golf.is

Guðmund­ur Ágúst Kristjáns­son er í öðru sæti eftir tvo hringi á Opna norðurírska mótinu í golfi. Er mótið hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. 

Guðmundur lék á 67 höggum í dag, þremur höggum undir pari, og er samtals á fimm höggum undir pari eftir tvo hringi, einu höggi á eftir Ítalanum Enrico Di Nitto. 

Andri Þór Björnsson er í 45. sæti á tveimur höggum yfir pari. Lék hann hringinn í gær á 73 höggum, en bætti sig um fjögur högg í dag og lék á 69 höggum. 

Haraldur Franklín Magnús lék hringina tvo á þremur höggum yfir pari og rétt slapp við niðurskurðinn. Lék hann á 73 höggum í gær og 70 höggum í dag. 

mbl.is