Íslandsmeistarinn niður um átta sæti

Guðrún Brá Björgvinsdóttir púttar.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir púttar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslands­meist­ar­inn Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir féll niður um átta sæti á milli hringja á Flumser­berg Ladies Open-mót­inu í Sviss. Er mótið hluti af LET Access-mótaröðinni. 

Guðrún lék annan hring mótsins í dag á 72 höggum, eða á pari, og er samtals á þremur höggum undir pari eftir afar góðan hring í gær. Hringurinn hjá Guðrúnu var skrautlegur og fékk hún fimm fugla og fimm skolla. 

Er hún í 13. sæti og fór auðveldlega í gegnum niðurskurðinn. Verður þriðji hringurinn leikinn á morgun og sá fjórði og síðasti á sunnudag. 

mbl.is