Í fjórðasæti fyrir lokahringinn

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson Ljósmynd/seth@golf.is

Guðmund­ur Ágúst Kristjáns­son er í fjórða sæti eft­ir þrjá hringi á Opna norðurírska mót­inu í golfi. Er mótið hluti af Áskor­enda­mótaröð Evr­ópu.

Guðmundur lék þriðja hringinn í gær á 60 höggum, einu höggi undir pari. Fékk hann tvo fugla og einn skolla á holunum átján. Er Guðmundur á samtals sex höggum undir pari, fjórum höggum frá Tyler Koivisto frá Bandaríkjunum sem er í toppsætinu. 

Andri Þór Björnsson er í 46. sæti á tveimur höggum yfir pari en hann lék hringinn í gær á 70 höggum, eða á pari. Andri fékk sex fugla, tvo skolla og tvo tvöfalda skolla í gær. 

Haraldur Franklín Magnús lék sömuleiðis á 70 höggum í gær og er á þremur höggum yfir pari í 49. sæti fyrir lokahringinn í dag. Haraldur fékk einn skolla og einn fugl á holunum átján. 

mbl.is