Besti árangur frá upphafi

Íslenska kvennalandsliðið hafnaði í áttunda sæti í Svíþjóð.
Íslenska kvennalandsliðið hafnaði í áttunda sæti í Svíþjóð. Ljósmynd/Golf.is

Íslenska kvennalandsliðið í golfi hafnaði í áttunda sæti á Evrópumóti áhugakylfinga sem fram fór í Uppsala í Svíþjóð. 

Þetta er besti árangur íslensks landsliðs í golfi á mótinu frá upphafi en íslenska liðið tapaði í gær fyrir Svíþjóð í leik um 7. sætið.

Aðeins fjórir leikmenn skipuðu hvert lið í ár vegna kórónuveirufaraldursins en undir eðlilegum kringumstæðum eru það sex leikmenn sem skipa hvert lið.

Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Saga Traustadóttir, Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir skipuðu íslenska liðið og Gregor Brodie var afreksstjóri GSÍ.

Nánar má lesa um úrslit mótsins með því að smella hér.

mbl.is