Annar hringurinn ekki eins góður

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Brá Björgvinsdóttir atvinnukylfingur náði ekki að fylgja eftir góðum fyrsta hring á Amundi Czech Ladies Challenge mótinu í golfi í Prag í dag en það er liður í Áskorendamótaröðinni, næststerkustu mótaröð Evrópu.

Guðrún lék fyrsta hringinn á 71 höggi en í dag lék hún annan hringinn á 77 höggum, eða fimm höggum yfir pari. Hún náði einum fugli en fékk sex skolla.

Hún er því samtals á fjórum höggum yfir pari eftir tvo daga og er í 21.-22. sæti. Þriðji og síðasti hringurinn er leikinn á morgun.

Cara Gainer frá Englandi er með forystu á mótinu, hefur leikið á sjö höggum undir pari, og Tiia Koivisto frá Finnlandi er önnur á fimm höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert