Guðmundur í fremstu röð í Portúgal

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Ágúst Kristjánsson fékk óskabyrjun á Opna portúgalska mótinu í golfi sem hófst í Vau Óbidos í Portúgal í morgun og er í öðru sæti eftir fyrsta hringinn.

Mótið er liður í Evrópumótaröðinni, þeirri sterkustu í Evrópu en Guðmundur er sem stendur í 2. til 3. sæti ásamt Walesbúanum David Boote. Þeir luku báðir hringnum á 69 höggum, þremur höggum undir pari vallarins.

Carlos Pigem frá Spáni er með forystu en hann hefur aðeins lokið 12 holum í dag og er á fjórum höggum undir pari. 

Á hælum þeirra Guðmundar og Boote eru sjö kylfingar á tveimur höggum undir pari og hafa þrír þeirra lokið hringnum á 70 höggum.

Haraldur Franklín Magnús er nýlagður af stað en er á tveimur höggum yfir pari eftir þrjár holur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert