Frestað í Portúgal vegna veðurs (myndskeið)

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson Ljósmynd/seth@golf.is

Ekki tókst að ljúka leik á öðrum degi Opna portú­galska mótsins í golfi vegna veðurs. Mótið er liður í Evr­ópu­mótaröðinni, þeirri sterk­ustu í Evr­ópu. Þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús eru á meðal kylfinga á mótinu. 

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék fyrsta hringinn afar vel í gær en hann lék aðeins eina og hálfa holu í dag, áður en ákvörðun var tekin um að fresta mótinu. Guðmundur er í níunda sæti á samtals þremur höggum undir pari. 

Haraldur Franklín Magnús lék fimmtán holur í dag á samtals þremur höggum yfir pari og er hann á fimm höggum yfir pari í 101. sæti. Haraldur er þremur höggum frá niðurskurði og þarf að leika síðustu þrjár holur annars hringsins afar vel á morgun til að eiga möguleika á að tryggja sér þátttökurétt á síðustu tveimur hringjunum. 

Samkvæmt áætlun á að klára annan og þriðja hringinn á morgun og fjórða og síðasta hringinn á sunnudag. 

View this post on Instagram

Conditions in Portugal 😳 🎥: @aaroncockerill46 #OpendePortugal

A post shared by European Tour (@europeantour) on Sep 18, 2020 at 10:07am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert