Tókst ekki að ljúka leik vegna myrkurs

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki tókst að ljúka þriðja hring á Opna portú­galska mót­inu í golfi vegna myrkurs en mótið er liður í Evr­ópu­mótaröðinni, þeirri sterk­ustu í Evr­ópu. Þeir Guðmund­ur Ágúst Kristjáns­son og Har­ald­ur Frank­lín Magnús eru á meðal kylf­inga á mót­inu.

Guðmundur Ágúst er í 28. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum á þremur höggum undir pari en hann náði aðeins að leika sex holur í dag, áður en keppni var frestað til morguns. Þurfti að klára annan hring í dag, þar sem honum var frestað vegna veðurs í gær. 

Haraldur Franklín Magnús er úr leik, en hann lék tvo hringi á 150 höggum, sex höggum yfir pari, og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Verður þriðji hringur kláraður á morgun, sem og fjórði og síðasti hringurinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert