Íslendingar á heimslista áhugakylfinga

Gísli Sveinbergsson hefur lítið spilað að undanförnu þar sem hann …
Gísli Sveinbergsson hefur lítið spilað að undanförnu þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli. Ljósmynd/Golf.is

Gísli Sveinbergsson, Keili, er efstur Íslendinga á heimslista áhugakylfinga í golfi en hann er 472. sæti listans.

Alls eru 32 Íslendingar á listanum en Gísli komst inn á topp 100 listann árið 2014, fyrstur áhugakyæfinga frá því að listinn var settur á laggirnar árið 2007. 

Gísli komst þá í 99. sæti en Ólafur Björn Loftsson hafði áður komist hæst allra kylfinga eða 110. sæti árið 2011.

Aron Snær Júlíusson, GKG, er annar Íslendinga í 597. sæti og Dagbjargur Sigurbrandsson, GR, er í 631. sæti.

Heimslista áhugamannakylfinga má sjá með því að smella hér.

mbl.is