47 ára á 62 höggum

Lee Westwood.
Lee Westwood. AFP

Englendingurinn Lee Westwood fékk fljúgandi start þegar Opna skoska mótið hófst á North Berwick í dag á Evrópumótaröðinni í golfi. 

Westwood lék á 62 höggum og er á níu höggum undir pari vallarins. Svíinn Alexander Björk átti einnig frábæran hring og er höggi á eftir. Margir eiga eftir að ljúka leik í dag. Englendingurinn Tommy Fleetwood þótti fyrir fram sigurstranglegastur og lék á 69 í dag. 

Westwood er orðinn 47 ára gamall og hefur lengi verið í fremstu röð. Var um tíma efsti kylfingur heimslistans en er þess vafasama heiðurs aðnjótandi að þykja einn sá snjallasti sem ekki hefur unnið risamót. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert