John Daly er engum líkur (myndskeið)

John Daly
John Daly AFP

Rokkstjarna golfsins, John Daly, ratar í dag í fréttirnar eina ferðina enn. Nú náðist á upptöku þegar hann fór holu í höggi, berfættur, í góðra vina hópi. 

Ekki kemur fram á hvaða velli en í það minnsta nærri heimkynnum Daly sem virðist ekki hafa verið klæddur eins og hann ætlaði að leika margar holur. 

Nýlega var greint frá því að Daly hefði greinst með krabbamein og því hefur ekki borið mikið á honum síðustu dagana. 

Daly minntist Eddie Van Halen í gær sem hann þekkti persónulega en tilkynnt var um andlát tónlistarmannsins í gær. Daly segist hafa verið í stuði með vinum sínum að hlusta á tónlist Van Halen áður en mannskapurinn hafi ákveðið að fara í golf. 

mbl.is