DeChambeau í ham

Bryson DeChambeau hefur vakið mikla athygli vestan hafs.
Bryson DeChambeau hefur vakið mikla athygli vestan hafs. AFP

 Bryson DeChambeau, sem sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu á dögunum, er í ham og lék fyrsta hringinn á móti á PGA-mótaröðinni í golfi í kvöld á níu undir pari. 

Mótið heitir eftir Shriners Hospital for Children og fer fram í Las Vegas. DeChambeau lék fyrsta hringinn á 62 höggum og er á níu undir pari vallarins. Hann vann mótið árið 2018 og er líklegur til afreka en mótið er það fyrsta hjá honum eftir að hann vann Opna bandaríska. 

DeChambeau er með eitt högg í forskot en ekki hafa allir lokið fyrsta hringnum. Skorið virðist vera mjög gott og ef vindurinn verður hægur næstu daga mun það líklega vinnast á meira en 20 undir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert