Klúbbarnir geta opnað golfvellina á morgun

Frá Íslandsmótinu í golfi í Mosfellsbæ í ágúst.
Frá Íslandsmótinu í golfi í Mosfellsbæ í ágúst. mbl.is/Kristinn Magnússon

Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu geta opnað vellina á ný á morgun ef þeim sýnist svo samkvæmt fréttatilkynningu frá GSÍ og viðbragðshópi sambandsins. 

GSÍ varð við tilmælum á dögunum um að loka völlunum þegar aðgerðir gegn kórónuveirunni voru hertar. 

Ef klúbbarnir kjósa að opna vellina á ný, sem búast má við að einhverjir geri þar sem veður hefur verið nokkuð gott, þá verður leikið eftir reglum sem búnar voru til í vor þar sem sameiginlegir snertifletir eru ekki til staðar. 

Tilkynningin frá GSÍ

mbl.is