Akureyringar og Eyjamenn gestgjafar 2021 og 2022

Valdís Þóra Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir …
Valdís Þóra Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir hafa unnið níu Íslandsmeistaratitla samtals í höggleiknum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsmótinu í golfi hefur verið úthlutað næstu tvö árin en í sumar fór það fram í Mosfellsbæ.

Næsta sumar verður Íslandsmótið á Jaðarsvelli á Akureyri og fer fram 5. - 8. ágúst. Íslandsmótið var síðast haldið á Akureyri árið 2016. 

Íslandsmótið árið 2022 verður haldið í Vestmannaeyjum en þar var Íslandsmótið síðast haldið árið 2018.

Er því stutt á milli mótshaldsins hjá bæði Akureyringum og Eyjamönnum. 

mbl.is