Tiger Woods náði sér ekki á strik

Tiger Woods á hringnum í gær.
Tiger Woods á hringnum í gær. AFP

Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta hringnum á ZOZO Championship mótinu í golfi sem fram fer í Kalifornía í gærkvöld. 

Tiger lék Sherwood völlinn á 76 höggum og er á meðal neðstu manna en Tiger vann mótið í fyrra og hefur unnið mörg mót á þessum velli. 

Sebastian Munoz frá Kólumbíu átti frábæran hring og er efstur á 64 höggum. Höggi á eftir eru Englendingurinn Tyrrell Hatton og Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas. 

mbl.is