Illa gekk hjá Guðmundi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, náði sér ekki á strik á móti í Áskorendamótaröð Evrópu sem fram fer í Andalúsíu á Spáni. 

Guðmundur lék í gær á 76 höggum og var á fjórum höggum yfir pari vallarins. Guðmundur lék öllu betur í dag en náði samt ekki að vera á parinu eða betra. Lék á 73 höggum og er því á samtals fimm yfir pari eftir 36 holur. 

Er Guðmundur Ágúst í 67.-71. sæti af 96 keppendum. 

mbl.is