Í fyrsta skipti í 21 ár

Sergio García
Sergio García AFP

Spænski kylfingurinn Sergio García verður ekki með á Masters-mótinu í golfi þar sem hann hefur verið greindur með kórónuveiruna. Verður mótið fyrsta risamótið sem Garcia missir af síðan árið 1999 eða í 21 ár.

García fann fyrir slappleika eftir að hann missti af niðurskurðinum á Houston Open á PGA-mótaröðinni. Hann fór í próf í kjölfarið og greindist með veiruna.

„Eftir að hafa verið með á hverju risamóti í 21 ár verð ég því miður ekki með á Masters. Ég kem sterkari til baka og reyni að vinna græna jakkann á næsta ári,“ segir í yfirlýsingu Spánverjans.

Spánverjinn vann sitt fyrsta risamót árið 2017 þegar hann hafði betur gegn Englendingnum Justin Rose í bráðabana á Masters-mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert