Tveir Íslendingar keppa í Cadiz

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús. mbl.is/Arnþór Birkisson

GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús munu báðir keppa á Áskorendamótaröðinni í golfi í vikunni. 

Næsta mót á Áskorendamótaröð Evrópu, Challenge Tour, verður í Cadiz á Spáni og mun Ísland sem sagt eiga tvo fulltrúa. 

Guðmundur á meiri keppnisrétt á mótaröðinni en Haraldur en Haraldur komst inn í þetta sinn. 

Frá þessu er greint á vef GSÍ, Golf.is, og er er ýmsar upplýsingar um mótið að finna. 

mbl.is