Besti árangur Haraldar

Haraldur Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús mbl.is/Kristinn Magnússon

GR-ingurinn Haraldur Franklín Magnús náði sínum besta árangri á Áskorendamótaröðinni er hann keppti á Challenge Tour-mótinu í Cadiz á Spáni en fjórði og síðasti hringurinn var spilaður í gær.

Haraldur lék alls á þremur höggum undir pari og hafnaði því í 14. sæti á mótinu en áður hafði honum tekist að enda í 33. sæti á opna mótinu á Norður-Írlandi. Hann lék fyrsta hringinn á tveimur höggum yfir pari, næstu tvo á tveimur höggum undir og síðasta hringinn í gær lék hann svo á einu höggi undir.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, einnig úr GR, tók sömuleiðis þátt í mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

mbl.is