Fagnaði sigri með mótsmeti

Dustin Johnson í græna jakkanum í kvöld.
Dustin Johnson í græna jakkanum í kvöld. AFP

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson stóð uppi sem sigurvegari á Masters-mótinu í golfi á Augusta Nati­onal-vell­in­um í Georgíu í Banda­ríkj­un­um og gerði það í þokkabót með því að setja mótsmet.

Johnson, sem er í efsta sæti heimslistans, spilaði hringina fjóra á samtals 20 höggum undir pari og er fyrstur til að afreka það í sögu mótsins. Hann spilaði hringinn í dag á 68 höggum, fjórum undir pari.

https://www.mbl.is/sport/golf/2020/11/15/versta_hola_tiger_woods_a_ferlinum/

Ástralinn Cameron Smith og Sungjae Im frá Suður-Kór­eu urðu jafnir í öðru sæti, báðir á samanlagt 15 höggum undir pari. Justin Thomas var fjórði á 12 höggum. Tiger Woods, sigurvegarinn á mótinu í fyrra, endaði jafn í 38. sæti á einu höggi undir pari en hann átti erfitt uppdráttar á 12. holunni í dag.

mbl.is