Fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn

Dustin Johnson er með nokkuð öruggt forskot í Georgíu.
Dustin Johnson er með nokkuð öruggt forskot í Georgíu. AFP

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er með fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn á Masters-mótinu í golfi á Augusta Nati­onal-vell­in­um í Georgíu í Banda­ríkj­un­um.

Johnson, sem er í efsta sæti heimslistans, hefur spilað hringina þrjá á  samtals sextán höggum undir pari.

Sungjae Im frá Suður-Kóreu, Abraham Ancer frá Mexíkó og Cameron Smith frá Ástralíu eru í 2.-4. sæti á tólf höggum undir pari.

Tiger Woods, sem fór vel af stað, hefur fatast flugið og er nú í 20. sæti á fimm höggum undir pari.

Lokahringur Masters-mótsins fer fram í dag en Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas, sem er í þriðja sæti heimslitans, er í sjötta sæti á tíu höggum udnir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert