Versta hola Tigers Woods á ferlinum

Steinrunninn Tiger Woods á Augusta National-vellinum.
Steinrunninn Tiger Woods á Augusta National-vellinum. AFP

Lokadagur Masters-mótsins í golfi er í gangi á Augusta Nati­onal-vellinum í Georgíu­ríki í Banda­ríkj­un­um í dag en sigurvegara síðasta árs, Tiger Woods, hefur heldur betur fatast flugið eftir fína byrjun. Hann lék sína verstu holu á atvinnumannsferlinum í dag.

Tiger byrjaði daginn einum 11 höggum frá efsta manni, Dustin Johnson, en hann var þó líklegur til að enda meðal efstu manna þangað til kom að 12. holunni. Sú er 140 metra lög par 3-hola sem er alræmd í Georgíu og hefur gert mörgum atvinnumanninum grikk í gegnum árin.

Hann sló boltann þrisvar ofan í vatn og þurfti því að láta hann falla á brautina sem kostaði hann högg. Að lokum kom hann boltanum á grasið og púttaði tvisvar, samtals gerði þetta tíu högg. Áður hafði hann leikið holu á Memorial-mótinu í níu höggum árið 1997.

Tiger endaði daginn þó vel, fékk fimm fugla á síðustu fimm holunum og endaði hringinn á fjórum höggum yfir pari, alls á einu höggi undir. Dustin Johnson er með fimm högga forystu þegar aðeins tvær holur eru eftir og því nánast öruggt að hann vinni stórmótið.

mbl.is