Guðmundur keppir á lokamótinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er með keppnisrétt á lokamótinu á Áskorendamótaröð Evrópu. 

45 efstu kylfingarnir á stigalista mótaraðarinnar fá keppnisrétt í lokamótinu. Guðmundur hafnaði reyndar í 46. sæti á listanum en kemst inn í mótið vegna forfalla. Mikið er undir því nú eru 20 sæti í boði á Evrópumótaröðinni á næsta ári. 

Mótið hefst á fimmtudaginn og fer fram á Mallorka. Haraldur Franklín Magnús, einnig úr GR, hafnaði í 85. sæti á stigalistanum. 

Sjá nánar í frétt Golfsambandsins.

mbl.is