Guðrún Brá lék vel

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi úr Keili, var ein þeirra sem átti þriðja besta skorið á fyrsta keppnisdegi The Saudi Ladies Team International mótsins í gær. 

Mótið fer fram í Sádi Arabíu og er með óvenjulegu sniði. Guðrún Brá lék einnig á móti í Sádi Arabíu í síðustu viku. 

Guðrún Brá lék á 69 höggum og var á þremur höggum undir pari vallarins. Aðeins tveir kylfingar náðu betri hring en nokkrar voru á 69 höggum. 

mbl.is