Fataðist flugið í Sádi-Arabíu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi úr Keili, er í 29.-36. sæti eftir fyrstu tvo keppnisdagana á The Saudi Ladies Team International-mótinu sem hófst í fyrradag. Leikið er á Royal Greens-vellinum en mótið fer fram í Sádi-Arabíu.

Guðrún Brá lék á samtals þremur höggum undir pari vallarsins á fyrsta keppnisdegi en fataðist flugið í gær og lék á fimm höggum yfir pari.

Hún er því á samtals tveimur höggum yfir pari en Guðrún Brá var í þriðja sæti mótsins eftir fyrsta keppnisdaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert