Meðal efstu tuttugu fyrir lokahringinn

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur leikið vel á lokamóti Áskorendamótaraðarinnar í golfi en hann er jafn í 18. sæti eftir þriðja hringinn sem var leikinn í dag.

Guðmundur lék í dag á einu höggi undir pari vallarins eða 70 höggum og er alls á þremur höggum undir pari. Nokkuð er þó í efstu menn, Þjóðverjinn Alexander Knappe er í forystu á alls tíu höggum undir pari og Daninn Niklas Møller er annar á níu höggum undir.

Leikið er á Mallorca en fjórði og síðasti hringurinn fer fram á morgun.

mbl.is