Úr leik á lokamótinu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir tók þátt í lokamóti Evrópumótaraðarinnar. Valdís Þóra …
Guðrún Brá Björgvinsdóttir tók þátt í lokamóti Evrópumótaraðarinnar. Valdís Þóra Jónsdóttir er einnig með keppnisrétt á mótaröðinni en er frá vegna bakmeiðsla. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari úr Keili, er úr leik eftir 36 holur á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í golfi. 

Mótið fer fram á Real Club de Guadalmina vellinum sem er nærri Gíbraltar og Malaga. Guðrún lék fyrstu tvo hringina á 76 og 77 höggum. Er hún samtals á níu höggum yfir pari. Aðstæður virðast vera erfiðar því skorið er hátt og var Guðrún aðeins tveimur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. 

96 kylfingar fengu keppnisrétt í mótinu og er Guðrún í 70. sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert