Meistaranum fataðist flugið

Justin Thomas á Kapalua-vellinum í gær.
Justin Thomas á Kapalua-vellinum í gær. AFP

Justin Thomas hóf titilvörn sína á Sentry meistaramótinu á PGA-mótaröðinni í golfi með látum á fyrsta hring en átti erfitt uppdráttar á öðrum hringnum í gær. Hann er þó ekki langt undan, situr jafn í öðru sætinu á alls 12 höggum undir pari en Harris English er efstur.

Thomas vann mótið í fyrra en um er að ræða fyrstu keppni ársins á PGA-mótaröðinni. Keppendur eru sigurvegarar síðasta tímabils ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Thomas lék fyrsta hringinn á 65 höggum á Kapalua-vellinum í Hawaí en annan hrinmginn á 69 höggum þar sem síðustu níu holurnar reyndust honum erfiðar.

English er sem fyrr segir efstur en hann lék fyrsta hring einnig á 65 höggum og þann seinni á 67. Ásamt Thomas eru þeir Daniel Berger, Colin Morikawa og Ryan Palmer jafnir í öðru sæti á 12 höggum undir pari. Þriðji hringur mótsins fer fram í dag og því lýkur svo með fjórða og síðasta hring á morgun.

Harris English er í foryustu eftir tvo hringi.
Harris English er í foryustu eftir tvo hringi. AFP
mbl.is