Hnífjafnt fyrir lokahringinn

Harris English er jafn í toppsætinu fyrir lokahringinn.
Harris English er jafn í toppsætinu fyrir lokahringinn. AFP

Mikil spenna er á Sentry-meistaramótinu í PGA-mótaröðinni í golfi en tveir kylfingar eru jafnir á toppnum fyrir lokahringinn í dag. Um er að ræða fyrstu keppni árs­ins í PGA-mótaröðinni en kepp­end­ur eru sig­ur­veg­ar­ar frá síðasta tíma­bili ásamt nokkr­um öðrum kylf­ing­um.

Harris English var einn efstur eftir annan hringinn en deilir nú toppsætinu með Ryan Palmer sem lék á als oddi í gær, fór hringinn á 64 höggum eða eða níu undir pari. Hann fékk níu fugla, þar af sex á síðari níu holunum. Þeir English og Palmer eru báðir á samtals 21 höggi undir pari en Colin Morikawa kemur næstur á 20 höggum undir.

Meistarinn frá því í fyrra, Justin Thomas, var efstur eftir fyrsta hring en hefur aðeins fatast flugið. Hann er sem stendur jafn í 5. sæti á 17 höggum undir pari en hann lék þriðja hringinn á 68 höggum og er því fjórum frá efstu mönnum. Fjórði og síðasti hringur mótsins fer fram í dag.

Ryan Palmer.
Ryan Palmer. AFP
mbl.is