Fyrsti sigurinn í átta ár

Harris English fagnar sigri í gær.
Harris English fagnar sigri í gær. AFP

Bandaríkjamaðurinn Harris English sigraði á fyrsta mótinu í PGA-mótaröðinni í golfi á nýju ári í  gærkvöld og var það fyrsti sigur hans í mótaröðinni í tæp átta ár.

Mótið fór fram á Havaí og var vel mannað. Hefðin er sú að einungis þeir sem unnu mót á mótaröðinni árið á undan fái að keppa á mótinu en slakað var á þeim kröfum í þetta skiptið vegna þeirra áhrifa sem heimsfaraldurinn hafði á mótaröðina á síðasta ári.

Völlurinn reyndist auðveldur fyrir kylfingana en þeir English og Joaquin Nieman frá Síle léku báðir á 25 höggum undir pari. English hafði betur í bráðabana. Justin Thomas var aðeins höggi á eftir þeim.

Harris English er 31 árs gamall og hefur unnið þrívegis á mótaröðinni en hann vann tvö mót árið 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert