Við erum í betri stöðu en margir aðrir

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með fullan keppnisrétt í Evrópumótaröðinni og …
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með fullan keppnisrétt í Evrópumótaröðinni og bíður þess að geta gert endanlegar áætlanir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi úr Keili, segist vonast eftir því að geta spilað erlendis í maí en Guðrún er með keppnisrétt í Evrópumótaröðinni.

„Það er mjög erfitt að gera einhverjar áætlanir. En Evrópumótaröðin er búin að raða upp mótunum og gefa út dagskrá. Fyrsta mótið á að vera 13. maí í Suður-Afríku. Við höfum hins vegar verið varaðar við því að bóka ferðir nema maður geti breytt því með litlum fyrirvara. Ég hef ekki trú á öðru en að við getum byrjað að spila í maí.

Mótaröðin byrjar í Suður-Afríku og fer síðan til New York. Fyrsta mótið í Evrópu verður í Frakklandi í byrjun júní,“ sagði Guðrún Brá þegar Morgunblaðið hafði samband við hana. Guðrún er með fullan keppnisrétt í Evrópumótaröðinni og segist reikna með því að komast inn í öll mót sem hún hefur áhuga á.

Viðtalið við Guðrúnu Brá er að finna í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert