Man ekki neitt

Tiger Woods fótbrotnaði illa á hægri fæti.
Tiger Woods fótbrotnaði illa á hægri fæti. AFP

Kylfingurinn Tiger Woods man ekki eftir bílslysinu sem hann lenti í í síðustu viku en hann dvelst nú á sjúkrahúsi í Kaliforníu þar sem hann er að jafna sig eftir aðgerð á hægri fæti.

Það er USA Today sem greinir frá þessu en Tiger ók út af veginum í miðri beygju og telja sérfræðingar í bílslysum að hann hafi sofnað undir stýri.

„Tiger var spurður út í aðdraganda bílslyssins en hann gat ekki svarað lögreglumönnunum hvernig málið atvikaðist,“ segir í umfjöllun USA Today um málið.

„Þá kvaðst Tiger ekkert muna eftir því að hafa ekið bifreið sinni út af veginum,“ segir ennfremur í frétt USA Today.

Tiger fótbrotnaði illa á hægri fæti og þurfti að gangast undir aðgerð vegna þessa en annars er kylfingurinn talið hafa sloppið afar vel frá slysinu.

Tiger, sem er 49 ára gam­all, er næst­sig­ur­sæl­asti kylf­ing­ur allra tíma á eft­ir Sam Snead en Tiger vann sinn fyrsta risa­tit­ill árið 1996.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert