Maður reynir að vera jákvæður

Haraldur Franklín Magnús á enn möguleika á að komast á …
Haraldur Franklín Magnús á enn möguleika á að komast á Ólympíuleikana. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, bíður átekta eins og margt íþróttafólk í einstaklingsgreinum eftir því að keppni hefjist erlendis.

„Keppni átti að byrja í febrúar en því var frestað þangað til í apríl. Vonandi er hægt að halda sig við þær áætlanir að mótaröðin fari af stað í lok apríl eða byrjun maí en enn sem komið er hefur okkur verið ráðlagt að bóka ekki flug eða gistingu.

Fyrir mig væri gott að fá sem flest mót því ég er á ólympíulistanum. Ef ég stend mig vel þá gæti sá möguleiki verið fyrir hendi að komast á leikana í Japan. Ég myndi því vilja fá að keppa til að vinna mig upp listann en eins og staðan er núna getur maður ekki gert annað en að æfa og bíða eftir því að kallið komi. Maður reynir að vera jákvæður,“ sagði Haraldur þegar Morgunblaðið tók púlsinn á honum.

Viðtalið í heild er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »