Gerrard lætur sig dreyma

Steven Gerrard á hliðarlínunni í Evrópudeildinni.
Steven Gerrard á hliðarlínunni í Evrópudeildinni. AFP

Steven Gerr­ard, knatt­spyrn­u­stjóri Ran­gers í Skotlandi, segist ófeiminn við að leyfa sér að dreyma er lærisveinar hans undirbúa sig fyrir síðari leikinn gegn Slavia Prag í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Nýkrýnt meistaralið Skotlands náði fínum úrslitum í Prag í gærkvöldi er liðið gerði 1:1-jafntefli við heimamenn en liðin mætast á ný í Glasgow næsta fimmtudag. „Við látum okkur dreyma, við höfum gert það síðan við unnum okkur inn sæti í keppninni,“ sagði Gerrard við Sky Sports.

„Það er allt í lagi að leyfa sér það svo lengi sem þú berð virðingu fyrir andstæðingnum og áttar þig á því hversu erfitt verkefni er fyrir höndum,“ bætti hann við. Gerrard er nýbúinn að stýra Rangers til sigurs í skosku deildinni og stöðvaði þar með tíu ára sigurgöngu erkifjendanna í Celtic heima fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert