Thomas nýtti sér mistök Westwoods

Justin Thomas með verðlaunagripinn á Sawgrass-vellinum í kvöld.
Justin Thomas með verðlaunagripinn á Sawgrass-vellinum í kvöld. AFP

Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas stóð uppi sem sigurvegari á Players-meistaramótinu í golfi sem lauk í kvöld á Sawgrass-velllinum í Flórída.

Lee Westwood var í góðri stöðu undir lokin til að vinna sitt fyrsta PGA-mót í ellefu ár en fór illa að ráði sínu bæði á sextándu og sautjándu holu. Thomas slapp fram úr honum og tryggði sér sigurinn á 14 höggum undir pari, einu höggi á undan Westwood. Bryson DeChambeau hafnaði og Brian Harman höfnuðu í þriðja til fjórða sæti á tólf höggum undir pari.

Thomas er 27 ára gamall og vann í kvöld sitt fjórtánda PGA-mót á ferlinum. Hann hefur unnið eitt stórmót, PGA-meistaramótið árið 2017, og var um tíma á árinu 2018 í efsta sæti heimslistans.

mbl.is