Vinn að því að verða sterkari

Tiger Woods jafnar sig nú af meiðslunum sem hann varð …
Tiger Woods jafnar sig nú af meiðslunum sem hann varð fyrir í alvarlegu bílslysi. AFP

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods tilkynnti á Twitter-aðgangi sínum í dag að hann væri kominn heim eftir að hafa dvalið undanfarnar vikur á spítala í kjölfar alvarlegs bílslyss.

„Það gleður mig að tilkynna að ég er kominn heim þar sem ég held áfram bataferli mínu. Ég er svo þakklátur fyrir þann ótrúlega stuðning og hvatningu í minn garð þessar undanfarnar vikur,“ sagði Woods.

Í bílslysinu fótbrotnaði hann og ökklabrotnaði og þurfti því að fara í skurðaðgerð, sem heppnaðist vel.

„Ég mun láta mér batna hér heima við og vinna að því að verða sterkari með hverjum deginum,“ bætti hann við.

mbl.is