Líkaminn þoldi ekki meira

Valdís Þóra Jónsdóttir var fyrst Íslendinga til að keppa á …
Valdís Þóra Jónsdóttir var fyrst Íslendinga til að keppa á Opna bandaríska meistaramótinu. Ljósmynd/LET

Valdís Þóra Jónsdóttir tilkynnti í gær að hún ætlaði að láta staðar numið sem afrekskylfingur. Líkaminn þoli ekki meira eftir meiðsli síðustu ára eins og Valdís lýsir í viðtali í Morgunblaðinu í dag en ýmislegt hefur verið reynt til að koma líkamanum í lag.

Valdís afrekaði ýmislegt og keppti á Opna bandaríska meistaramótinu fyrst Íslendinga en keppti einnig á Opna breska meistaramótinu. Mótin eru á meðal risamótanna í íþróttinni en í golfi og tennis er mest horft til þeirra móta.

Stóru skrefin í afreksgolfi hjá Íslendingum virðast koma í gusum. Íslendingar höfðu aldrei verið með keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en á þessari öld náðu Ólöf María Jónsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson því bæði með skömmu millibili. Síðar náðu þær Valdís, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir því einnig með skömmu millibili.

Bakvörð Kristjáns má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert