Dustin Johnson úr leik á Masters

Dustin Johnson á öðrum hringnum í kvöld.
Dustin Johnson á öðrum hringnum í kvöld. AFP

Efsti kylfingur heimslistans og ríkjandi meistari, Dustin Johnson, er úr leik á Masters-mótinu á Augusta National en öðrum keppnisdegi af fjórum er lokið. 

Sömu sögu er að segja af Rory McIlroy, Brooks Koepka, Jason Day, Sergio Garcia og Lee Westwood. Leika þurfti á þremur höggum yfir pari eða betur fyrri 36 holurnar til að komast í gegnum niðurskurð keppenda. Johnson lék samtals á fimm yfir pari og lék síðustu fjórar holurnar á samtals þremur yfir pari. 

Englendingurinn Justin Rose er efstur eins og eftir fyrsta keppnisdag. Rose lék á parinu í dag og er því áfram á sjö undir pari. Rose sýndi veikleikamerki á fyrri hluta hringsins og var þá á þremur yfir pari en lék síðari níu holurnar á þremur undir pari. Lék því á parinu í dag og hefur líklega farið nokkuð sáttur í steypibaðið úr því sem komið var. 

Kappar eins og Jordan Spieth og Justin Thomas hafa færst mun nær Rose eftir hringinn í dag. Ungur kylfingur, Will Zalatoris, hefur komið á óvart og er höggi á eftir Rose. Brian Harman er einnig á sex undir pari og var á sama skori og í gær, 69 höggum. 

Þá kemur Ástralinn Marc Leishman sem nokkrum sinnum hefur leikið vel á Masters í gegnum tíðina. Á ýmsu hefur gengið hjá honum. Hann var um tíma á fjórum undir pari í gær en missti það niður og lék á pari. Í dag hóf hann fuglasöfnun á ný og nú gaf hann ekki eftir og lék á 67 höggum. Hann er því samtals á fimm undir pari eins og Jordan Spieth sem sigraði á mótinu árið 2015. 

Jordan Spieth nýtur sín jafnan vel á Masters og virðist …
Jordan Spieth nýtur sín jafnan vel á Masters og virðist til alls líklegur. AFP

Spieth er sá eini af efstu mönnum sem unnið hefur Masters og hann og Rose eru þeir einu sem hafa unnið risamót. 

Staðan er orðin býsna spennandi því sex kylfingar eru svo á fjórum höggum undir pari. Alls eru nítján kylfingar undir pari þegar mótið er hálfnað. 

Skor hjá völdum kylfingum eftir 36 holur: 

Justin Rose -7

Will Zalatoris -6

Brian Harman - 6

Marc Leishman -5

Jordan Spieth -5

Bernd Wiesberger -4

Tony Finau -4

Justin Thomas -4

Si Woo Kim -4

Cameron Champ -4

Hideki Matsuyama -4

Xander Schauffele -3

Ryan Palmer -2

Cameron Smith -2

Colin Morikawa -2

Corey Conners -2

Bryson DeChambeau -1

Matt Jones -1

Steward Cink -1

Viktor Hovland -1

Shane Lowry Par

Tommy Fleetwood Par

Henrik Stenson Par

Bubba Watson Par

Jon Rahm Par

Tyrrell Hatton +1

Charl Schwartzel +1

Patrick Reed  +1

Louis Oosthuizen +2

Jose Maria Olazabal +2

Webb Simpson +2

Paul Casey +3

Francesco Molinari +3

Phil Mickelson +3

Adam Scott +3

Ian Poulter +3

Jose Maria Olazabal komst í gegnum niðurskurð keppenda þótt hann …
Jose Maria Olazabal komst í gegnum niðurskurð keppenda þótt hann hafi ekki keppt á móti síðan í nóvember. Olazabal sigraði á mótinu 1994 og 1999. AFP
mbl.is