Golfkúlan endaði í fót föður McIlroys (myndskeið)

Það hefur ekki gengið nægilega vel hjá Rory McIlroy á …
Það hefur ekki gengið nægilega vel hjá Rory McIlroy á Masters-mótinu. AFP

Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy hefur ekki byrjað vel á Masters-mótinu í Augusta í Georgíu í Bandaríkjunum, sem fer fram þessa dagana.

Til að bæta gráu ofan á svart geigaði högg hans á sjöundu holu í gær og vildi það svo til að golfkúlan endaði með því að fara í fótinn á föður hans, sem var á meðal áhorfenda.

Föður McIlroys sakaði ekki. Atvikið má sjá í myndskeiðinu hér að neðan:

mbl.is