Hvers vegna hvítir samfestingar?

Kylfusveinninn Shota Hayafuji í hvíta samfestingnum og Hideki Matsuyama fallast …
Kylfusveinninn Shota Hayafuji í hvíta samfestingnum og Hideki Matsuyama fallast í faðma þegar sigur þess síðarnefnda var í höfn. AFP

Óneitanlega var stíll yfir kylfusveini Hideki Matsuyama þegar Matsuyama hafði tryggt sér sigur á Masters. Kylfusveinninn er einnig frá Japan.

Áður en hann yfirgaf 18. flötina tók hann ofan og hneigði sig fyrir Augusta National í virðingarskyni. Velli sem kylfingar frá öllum heimshornum hafa glímt við frá 1933.

Fatnaður kylfusveina á Masters vekur athygli margra. Hvítu samfestingarnir urðu snemma klæðnaður kylfusveina í golfklúbbnum á Augusta.

Í áratugi var keppendum á Masters ekki leyft að keppa með sína eigin kylfusveina heldur áttu þeir að nýta sér þjónustu kylfusveina klúbbsins. Sem var ekki slæmur kostur því þeir þekktu hverja þúfu og hvern hól á vellinum.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »