Hvenær opna vellirnir?

Opið er á hinum glæsilega golfvelli í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum.
Opið er á hinum glæsilega golfvelli í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/GSÍ

Nú þegar sumarið er komið samkvæmt dagatali fara hinir fjölmörgu kylfingar landsins að velta fyrir sér hvenær golfvellirnir opna.

Hátt í þrjá­tíu þúsund Íslend­ing­ar stunda golfíþrótt­ina að ein­hverju leyti og hátt í tutt­ugu þúsund eru skráðir í golf­klúbba lands­ins. 

Á golf.is, heimasíðu Golf­sam­bands Íslands, er veitt flott þjón­usta þessa dag­ana, eins og raun­ar síðustu ár, þar sem hægt er að sjá yf­ir­lit yfir hvaða vell­ir eru opn­ir. Einnig er hægt að sjá hvenær klúbb­arn­ir stefna að því að opna sína velli. 

Nokkrir golfvellir hafa þegar opnað inn á sumarflatir eftir mildan vetur. 

Eru þess­ar upp­lýs­ing­ar upp­færðar reglulega hér og því auðvelt að fylgj­ast með fram­vind­unni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina