Tiger birtir fyrstu myndina af sér eftir slysið

Tiger Woods
Tiger Woods AFP

Tiger Woods, einn sig­ur­sæl­asti kylf­ing­ur allra tíma, hefur birt fyrstu ljósmyndina af sjálfum sér eftir að hann lenti í alvarlegu bílslysli í Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrr á árinu.

Hann fót­brotnaði illa á hægri fæti í slys­inu og þurfti að gang­ast und­ir aðgerð vegna þessa og hefur látið fara hægt fyrir sér síðan en slysið átti sér stað 23. febrúar. 

Tiger, sem er 45 ára gam­all, er næst­sig­ur­sæl­asti kylf­ing­ur allra tíma á eft­ir Sam Snead og sá næstsigursælasti á eftir Jack Nicklaus á risamótunum.

View this post on Instagram

A post shared by Tiger Woods (@tigerwoods)

mbl.is