Guðrún á tveimur yfir í Frakklandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir Ljósmynd/seth@golf.is

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék fyrsta hringinn á Jabra Ladies Open í Frakklandi á 73 höggum, tveimur höggum yfir pari. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, þeirri sterkustu í álfunni.

Guðrún fékk fimm skolla og þrjá fugla á holunum 18 og er í 38. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Hún verður væntanlega í harðri baráttu um að komast í gegnum niðurskurðinn á morgun með svipaðri spilamennsku.

Hin enska Annabel Dimmock er efst á fjórum höggum undir pari.

mbl.is