Lokadagurinn skemmdi fyrir Íslandsmeistaranum

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. mbl.isKristinn Magnússon

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi, lék vel á Jabra Ladies Open í Frakklandi þangað til þriðji og síðasti hringurinn reyndist henni erfiður. Mótið er hluti af Evr­ópu­mótaröðinni, þeirri sterk­ustu í álf­unni.

Guðrún lék fyrsta hringinn á 73 höggum, tveimur yfir pari, og annan hringinn á einu höggi meira. Hún var því á fimm höggum yfir pari eftir tvo fyrstu hringina og ofarlega í töflunni.

Hún náði sér hinsvegar ekki á strik á þriðja degi þar sem hún lék á 78 höggum. Hún lauk því leik á 12 höggum yfir pari og í 59. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum.

mbl.is