Tveggja högga forysta eftir stórkostlega spilamennsku

Ragnhildur Kristinsdóttir
Ragnhildur Kristinsdóttir mbl.is/Kristinn Magnússon

Kylf­ing­ur­inn Ragn­hild­ur Krist­ins­dótt­ir úr GR er með tveggja högga forystu eftir tvo hringi á Opna breska áhuga­manna­mótinu sem fram fer á Barassie-golf­vell­in­um í Kilm­arnock í Skotlandi.

Ragnhildur lék stórkostlegt golf í dag þegar hún lék annan hringinn á 66 höggum, sjö höggum undir pari, en hún var eini kylfingurinn sem lék á undir 70 höggum. Hún er á samtals sex höggum undir pari eftir tvo hringi.

Hulda Clara Gestsdóttir er í 12. sæti á þremur höggum yfir pari og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir á ellefu höggum yfir pari í 53. sæti.

Leikn­ar eru 36 hol­ur með högg­leiks­fyr­ir­komu­lagi en 64 efstu kylf­ing­arn­ir kom­ast áfram í næstu um­ferð þar sem holu­keppni tek­ur við. Í henni eru leikn­ar 18 hol­ur i hverri um­ferð en úr­slita­leik­ur­inn er 36 hol­ur.

Sig­ur­veg­ar­inn fær keppn­is­rétt á fjór­um ri­sa­mót­um hjá at­vinnukylf­ing­um, AIG-mót­inu, Opna banda­ríska meist­ara­mót­inu, Evi­an-meist­ara­mót­inu og Augusta Nati­onal-meist­ara­mót­inu.

mbl.is